Hoppa yfir valmynd
2. október 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-ágúst 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu átta mánuði ársins 2008 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 16,7 ma.kr. innan ársins, sem er 27,2 ma.kr. lakari útkoma heldur en á sama tíma í fyrra. Tekjur reyndust um 8,3 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 42,7 ma.kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 25,2 ma.kr., sem er 47,6 ma.kr. hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–ágúst 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
181.033
219.294
246.109
286.074
294.326
Greidd gjöld
189.354
203.787
209.728
239.188
281.885
Tekjujöfnuður
-8.322
15.507
36.381
46.886
12.441
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-
-
1.505
-
Breyting viðskiptahreyfinga
1.560
791
-823
-3.046
4.191
Handbært fé frá rekstri
-6.761
16.298
35.558
45.346
16.633
Fjármunahreyfingar
7.829
11.260
-2.339
-67.758
8.538
Hreinn lánsfjárjöfnuður
1.068
27.558
33.219
-22.412
25.171
Afborganir lána
-29.593
-33.363
-32.592
-36.443
-38.129
Innanlands
-4.576
-14.015
-9.719
-22.243
-22.662
Erlendis
-25.017
-19.348
-22.873
-14.199
-15.467
Greiðslur til LSR og LH
-5.000
-2.600
-2.640
-2.640
-2.640
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-33.525
-8.406
-2.013
-61.496
-15.598
Lántökur
40.177
15.832
25.247
57.515
147.531
Innanlands
16.928
11.555
17.673
54.181
85.647
Erlendis
23.249
4.277
7.574
3.334
61.884
Breyting á handbæru fé
6.652
7.426
23.234
-3.981
131.933


Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum þessa árs námu um 294 ma.kr. sem er aukning um 2,9% að nafnvirði. Tekjuáætlun ársins gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur væru 292 ma.kr. á þessum tíma og eru þær því um 2 ma.kr. yfir áætlun. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 268 ma.kr. sem samsvarar 3,4% aukningu að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 9,3% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 5,4% að raunvirði. Aðrar tekjur jukust um 23,6% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum. Þá var eignasala ríkissjóðs 2,3 ma.kr. á fyrstu átta mánuðum ársins.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 103 ma.kr. sem er aukning um 10% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 57 ma.kr. (aukning um 6,2%), tekjuskattur lögaðila 18 ma.kr. (aukning um 6,7%) og fjármagnstekjuskattur 28 ma.kr. (aukning um 21,1%). Innheimta eignarskatta var um 6 ma.kr. sem er samdráttur upp á 24,7% á milli ára. Stimpilgjöld, sem eru um 80% eignarskattanna, drógust saman um 26,9%.

Innheimta almennra veltuskatta gefur ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar. Hún nam 125 ma.kr. frá janúar til ágúst þessa árs og dróst saman um 1,2% að nafnvirði frá sama tíma árið áður og um 9,6% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun veltuskatta nú 15,4% á milli ára og hefur ekki áður lækkað jafnmikið milli ára þegar árin 2000-2008 eru skoðuð, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Virðisaukaskattur er stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann ríkissjóði 87 ma.kr. á tímabilinu sem er 1,6% samdráttur að nafnvirði frá fyrstu átta mánuðum ársins 2007 og 10% raunsamdráttur. Virðisaukaskattur í ágústmánuði kemur af smásölu en hann nam aðeins um 7 ma.kr. í mánuðinum sem skýrist þó að hluta af óvenju miklum innskatti sem kom til frádráttar. Aðrir veltuskattar námu um 38 ma.kr. á fyrstu átta mánuðum ársins og drógust lítillega saman frá sama tíma 2007. Tekjur vegna tolla og aðflutningsgjalda námu 4 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum 27 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 16,8% og hins vegar 6% á milli ára.

Greidd gjöld nema 281,9 ma.kr. og hækka um 42,7 ma.kr. frá fyrra ári, eða um tæp 18%. Gjöld til almannatrygginga og velferðarmála eru 71,2 ma.kr. og hækka um 12,7 ma.kr., eða tæp 22% og er það veigamesta skýringin á hækkun gjalda milli ára. Aðrir stórir gjaldaflokkar eru heilbrigðismál, 68,2 ma.kr. sem þó hækka mun minna, eða um 7,1 ma.kr. sem er 12%. Þar á eftir koma efnahags- og atvinnumál þar sem mestu munar um stofnanir samgönguráðuneytis og síðan almenn opinber þjónusta, en báðir þessir flokkar vega um 40 ma.kr. hvor. Hækkunin er þó mismikil frá fyrra ári, atvinnumál hækka um 9,4 ma.kr. eða 31%, en almenna þjónustan um 6,6 ma.kr. eða 20%. Hlutfallslega er mest hækkun á liðnum varnarmál, eða 83%, en málaflokkurinn í heild er mjög veigalítill í heildargjöldum ríkissjóðs.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 15,5 ma.kr. á fyrri helmingi ársins, en var neikvæður um 64,1 ma.kr. á sama tíma í fyrra. Viðsnúningurinn skýrist að mestu leyti af 30,3 ma.kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 ma.kr. eiginfjárframlagi á síðasta ári.

Tekjur ríkissjóðs janúar-ágúst 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
230.505
258.929
267.640
14,9
12,3
3,4
Skattar á tekjur og hagnað
78.979
93.551
102.909
29,7
18,5
10,0
Tekjuskattur einstaklinga
48.151
53.787
57.129
11,7
11,7
6,2
Tekjuskattur lögaðila
15.746
16.533
17.636
114,5
5,0
6,7
Skattur á fjármagnstekjur
15.082
23.231
28.144
44,6
54,0
21,1
Eignarskattar
6.358
7.336
5.526
-33,3
15,4
-24,7
Skattar á vöru og þjónustu
116.941
126.407
124.872
10,5
8,1
-1,2
Virðisaukaskattur
80.676
88.509
87.108
11,2
9,7
-1,6
Vörugjöld af ökutækjum
7.590
6.986
6.352
7,6
-8,0
-9,1
Vörugjöld af bensíni
5.968
6.103
5.921
1,6
2,3
-3,0
Skattar á olíu
4.339
4.826
4.929
15,5
11,2
2,1
Áfengisgjald og tóbaksgjald
7.500
7.860
8.002
4,3
4,8
1,8
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
10.869
12.123
12.558
15,1
11,5
3,6
Tollar og aðflutningsgjöld
2.546
3.405
3.978
21,0
33,7
16,8
Aðrir skattar
1.368
2.305
2.877
10,7
68,5
24,8
Tryggingagjöld
24.311
25.924
27.479
15,5
6,6
6,0
Fjárframlög
736
702
207
172,7
-4,6
-70,5
Aðrar tekjur
14.350
19.570
24.196
-20,7
36,4
23,6
Sala eigna
518
6.873
2.283
.
.
.
Tekjur alls
246.109
286.074
294.326
12,2
16,2
2,9


Gjöld ríkissjóðs janúar–ágúst 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta
26.395
32.538
39.138
23,3
20,3
Þar af vaxtagreiðslur
7.696
10.653
12.347
38,4
15,9
Varnarmál
405
412
754
1,7
83,0
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál
8.783
10.566
13.135
20,3
24,3
Efnahags- og atvinnumál
27.853
30.640
40.074
10,0
30,8
Umhverfisvernd
2.259
2.559
2.935
13,3
14,7
Húsnæðis- skipulags- og veitumál
268
289
357
7,8
23,5
Heilbrigðismál
55.170
61.123
68.188
10,8
11,6
Menningar-, íþrótta- og trúmál
9.185
10.550
11.381
14,9
7,9
Menntamál
23.480
26.238
28.965
11,7
10,4
Almannatryggingar og velferðarmál
50.213
58.443
71.156
16,4
21,8
Óregluleg útgjöld
5.716
5.829
5.801
2,0
-0,5
Gjöld alls
209.728
239.188
281.885
14,0
17,9




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum