Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 21. nóvember 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008 verða útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála samtals 94 milljarðar króna.

Frá árinu 1998 og til ársins 2008 er áætlað að útgjöld í þessum málaflokki aukist um 38 milljarða króna og er þá tekið tillit til verðlagsbreytinga. Það jafngildir 68% aukningu að raungildi.

Í töflunni má sjá árleg útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála á árinu 1998 á áætluðu verðlagi ársins 2008 samanborið við fjárlagafrumvarp 2008. Útgjöldin samsvara 21,9% af heildarútgjöldum ríkissjóðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008. Árið 1998 voru útgjöldin í þessum málaflokki 19,2% af heildarútgjöldum ríkissjóðs og hefur því hlutdeildin hækkað um 2,7 prósentustig.

Yfir helmingur útgjaldanna er vegna lífeyristrygginga til elli- og örorkulífeyrisþega en þar hafa árleg útgjöld aukist um 21 milljarð króna á tímabilinu. Þá hafa útgjöld vegna sjúkra-, mæðra- og örorkubóta aukist um 6 milljarða króna og útgjöld vegna málefna fatlaðra um tæplega 5 milljarða króna.

Ekki þarf að koma á óvart að útgjöld í málefnaflokknum aukist nokkuð, meðal annars vegna fólksfjölgunar. En aukningin er þó mun meiri en sem nemur fólksfjölgun þar sem útgjöld á mann hafa hækkað umtalsvert eða um 46% á árunum 1998 til 2008 m.v. áætlað verðlag 2008. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2008 verða útgjöldin tæplega 300 þús. kr. á mann en voru um 205 þús. kr. á mann árið 1998.

Útgjöld ríkissjóðs til almannatrygginga og velferðarmála

í milljónum króna

Á verðlagi ársins 2008
1998
2008
Hækkun
Hækkun %
Sjúkra-, mæðra- og örorkubætur
3.106
9.061
5.955
192
Elli-, örorku- og ekkjulífeyrir
28.654
49.795
21.141
74
Atvinnuleysisbætur
4.004
5.830
1.826
46
Fjölskyldu- og barnabætur
7.666
10.719
3.053
40
Önnur félagsleg aðstoð
6.106
6.614
508
8
Barna- og unglingaheimili
458
839
381
83
Málefni fatlaðra
4.742
9.419
4.678
99
Önnur velferðarheimili
46
186
140
304
Önnur velferðarþjónusta
1.319
1.847
528
40
Samtals
56.101
94.311
38.210
68


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum