Hoppa yfir valmynd
18. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sveigjanleg starfslok - ávinningur allra

50+ verkefnisstjórn til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaðiFyrsti fundur Verkefnisstjórnar 50+ af þremur verður haldinn föstudaginn19. október.

  • Hver er ávinningur þjóðfélagsins af atvinnuþátttöku eldra fólks?
  • Hvað kostar það samfélagið að fólk fer fyrr af vinnumarkaði s.s. vegna örorku eða atvinnuleysis?
  • Hver verður mannfjöldaþróunin á Íslandi á næstu áratugum og hvaða áhrif hefur það á vinnumarkaðinn

Stjórnmálamenn, atvinnurekendur, stjórnendur, rannsakendur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið! Verkefnisstjórn 50+ efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði.
Fyrsti fundur af þremur verður á Grand Hóteli Reykjavík, Háteigi (salur á 4. hæð), þann 19. október n.k. kl. 8:30-10:00.

Dagskrá:

  1. Ávarp Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra.
  2. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur á Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fjallar um samverkan launa- og lífeyristekna.
  3. Sigríður Lillý Baldursdóttir framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar ríksins fjallar um kostnað samfélagsins af því að missa fólk fyrr af vinnumarkaði út frá heilsufarslegum og félagslegum forsendum.
  4. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fjallar um breytingar í mannfjöldaþróun næstu áratuga og áhrif breytinganna á íslenskan vinnumarkað.

Fundarstjóri: Gunnar Kristjánsson formaður Verkefnisstjórnar 50+.

Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is. Morgunverður verður framreiddur frá kl. 08:00, verð kr. 1.400.
Æskilegt er að þátttakendur skrái sig á netfangið [email protected].



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum