Hoppa yfir valmynd
16. október 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Um ástand á fasteignamarkaði

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 11. október 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í spám um þróun íbúðabygginga til lengri tíma hefur gefist vel að beita lýðfræðilegri greiningu á þróun mannfjölda í landinu, s.s. fjölda kjarnafjölskyldna og einstaklinga utan kjarnafjölskyldna.

Í rammagrein 4 í nýrri þjóðhagsskýrslu fjármálaráðuneytisins er meðfylgjandi mynd, en á henni sést fylgnin á milli fjölgunar íbúða og þróunar mannfjöldans.

Íbúðir og mannfjöldaþróun 1981-2006Undanfarin ár hafa frávik á milli tímaraðanna sýnt tilhneigingu til að minnka vegna þess að framboð af íbúðum hefur aukist hraðar en íbúum hefur fjölgað. Þótt fylgni milli tímaraða yfir tímabilið í heild sé mikil eru fleirri atriði, eins og tekjur, atvinnuástand og fasteignaverð, sem útskýra þróunina og ástand á fasteignamarkaði á hverjum tíma.

Árin 1995 til 2000 var íbúðafjölgun vel umfram mannfjölgun. Á fyrri hluta tímabilsins var slaki á íbúðamarkaði og fasteignaverð hækkaði ekki umfram almennt verðlag. Frá árinu 1997 tók mannfjölgun að draga á íbúðafjölgun og fór síðan fram úr henni árið 2000. Þessi þróun kemur heim og saman við markaðsupplýsingar frá þeim tíma, en íbúðamarkaðurinn tók að lifna við frá 1997 með hækkun á verði íbúða. Línuritið sýnir að árið 2006 ríkti enn nokkur spenna á íbúðamarkaði þótt hún hafði farið minnkandi undanfarin ár.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum