Hoppa yfir valmynd
17. september 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisstofnunum hefur fækkað

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 13. september 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Ríkisstofnanir voru tæplega 250 árið 1998 en eru nú rúmlega 200.

Hér er gerð grein fyrir nokkrum tölulegum staðreyndum um fjölda stofnana, starfsmanna og stöðugilda en umfjöllunin birtist í niðurstöðum könnunar á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna frá árinu 2006 (PDF 448 KB).

Í október 2006 voru ríkisstofnanir sem tilheyra framkvæmdavaldi 204 talsins. Stærð ríkisstofnana er breytileg. Sú fámennasta er með 2 starfsmenn en sú fjölmennasta með rúmlega 4.700 manns. Miðgildi stærðar stofnana er 38 starfsmenn í 33 stöðugildum. Rúmlega helmingur stofnana ríkisins er með færri en 50 starfsmenn en hjá þeim starfa aðeins um 10% ríkisstarfsmanna. Sé litið á stöðugildi eru 59% stofnana með færri en 50 stöðugildi, en hlutfallið árið 1998 var 68%. Stofnunum hefur því bæði fækkað og þær stækkað á tímabilinu.

Hlutfallslegur fjöldi og stærð ríkisstofana

Eins og áður sagði er breytileiki í stærð stofnana mjög mikill, hvort sem litið er til fjölda stöðugilda eða starfsmanna. Mestur er munurinn meðal heilbrigðisstofnana. Sú fámennasta er með ríflega 10 starfsmenn en sú fjölmennasta ríflega 4.700. Að jafnaði eru fjölmennustu vinnustaðirnir heilbrigðisstofnanir, jafnvel þótt litið sé framhjá LSH sem er allra fjölmennastur. Framhalds- og háskólar eru einnig fjölmennar stofnanir en fámennustu vinnustaðirnir eru almennt stofnanir á sviði skatta- og tollamála.

Fjöldi starfsmanna ríkisstofnana 1. október 2006 var um 21.600 í 17.600 stöðugildum. Til samanburðar má geta þess að á fjórða ársfjórðungi 2006 voru 169.900 starfandi á vinnumarkaðnum í heild. Töluverðar sveiflur geta verið í starfsmannafjölda stofnana eftir árstíma, t.d. vegna sumarleyfa eða verkefnastöðu. Meðalfjöldi starfsmanna og stöðugilda er því nokkru hærri ef litið er á heilt ár í einu í stað „punktstöðu“ líkt og hér er gert.

Yfirlit yfir fjölda stofnana, starfsmanna og stöðugilda

Stofnanahópur
Fjöldi stofnana
Fjöldi starfsmanna
Fjöldi stöðugilda
Æðsta stjórnsýsla
16
735
707
Sýslumannsembætti, löggæsla og fangelsi
30
1.642
1.571,30
Stofnanir skatt- og tollamála
13
512
488,2
Aðrar stofnanir fjár-, dóms- og kirkjumálaráðuneyta
11
603
474,1
Heilbrigðisstofnanir
23
8.210
6.413,50
Stofnanir félags- og lýðheilsumála
22
2.005
1.465,50
Framhalds- og háskólar
33
4.480
3.538,20
Aðrar mennta-, menningar- og vísindastofnanir
20
936
805,9
Stofnanir atvinnumálaráðuneyta, umhverfis-, skipulags- og samgöngumála
36
2.444
2.149,60
Samtals
204
21.567
17.613,30


Töluverður hluti hópsins er í minna en 50% starfi, eða ríflega 3.100 einstaklingar í 760 stöðugildum. Er það einkum ungt fólk sem starfar hjá heilbrigðisstofnunum og stofnunum félags- og lýðheilsumála. Ef litið er til stofnanahópa er fjöldinn mestur hjá heilbrigðisstofnunum en hjá þeim er um þriðjungur stöðugilda hópsins sem hér er til umfjöllunar. Næstfjölmennasti hópurinn er í framhalds- og háskólum eða um 20%. Fámennustu hóparnir eru stofnanir skatta- og tollamála og stofnanir fjár-, dóms- og kirkjumálaráðuneyta (að löggæslu og sýslumannsembættum undanskildum).



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum