Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Staða ellilífeyrisþega í aðildarríkjum OECD

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 16. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nýverið gaf OECD út skýrslu sem fjallar um eftirlaun til aldraðra, Pensions at a glance 2007.

Í skýrslunni eru teknir saman mælikvarðar sem sýna ellilífeyri í hverju landi sem hlutfall af launum verkamanns sem vinnur í 45 ár. Tölurnar í skýrslunni eiga við um árið 2004. Mælikvarðanum er skipt í þrennt, þ.e. sem hlutfall af lægri launum, meðallaunum og hærri launum.

Samkvæmt fyrri skýrslu OECD um sama málefni, sem kom út árið 2005, kom í ljós að íslenskir ellilífeyrisþegar voru rétt við meðaltal Norðurlandana og OECD. En í nýjustu skýrslunni kemur fram að staða íslenskra ellilífeyrisþega er nú enn betri í þessum samanburði og er vel yfir meðaltali Norðurlandanna og OECD landa eins fram kemur í meðfylgjandi töflu.

Land
Lægri tekjur
Meðal tekjur
Hærri tekjur
Danmörk
132,7
86,7
72,2
Finnland
77,4
68,8
70,5
Ísland
110,9
84,2
79,7
Noregur
77,1
69,3
55,1
Svíþjóð
81,4
64,0
73,9
Meðaltal Norðurlandanna
95,9
74,6
70,3
Meðaltal OECD landa
83,8
70,1
60,7


Í töflunni sést að staða íslenskra ellilífeyrisþega er hlutfallslega næst best á Norðurlöndunum á eftir Danmörku sé litið til hlutfalls af lægri og meðal tekjum en bestur ef litið er á hærri tekjur. Tölur OECD styðja aðra mælikvarða t.d. frá Nordisk Socialstatistisk Komité (NOSOSCO) þar sem að íslenskir ellilífeyrisþegar komu ágætlega út í samanburði við hin Norðurlöndin.

Nokkur atriði ber að hafa í huga varðandi skýrslu OECD. Í fyrsta lagi eru lífslíkur á Íslandi meðal þeirra hæstu innan OECD landa en hærri lífslíkur auki álag á lífeyriskerfin. Í öðru lagi er séreignarlífeyrissparnaður ekki tekinn með í tölum OECD en sá sparnaður er að verða umtalsverður hér á landi. Í þriðja lagi eiga tölur OECD við um árið 2004.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum