Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útsvarstekjur sveitarfélaganna

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 9. ágúst 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Sveitarfélögin hafa ekki farið varhluta af þeim mikla efnahagsuppgangi sem einkennt hefur undanfarin ár hér á landi. Þau hafa um það bil 3/4 hluta skatttekna sinna af útsvari sem er fast hlutfall af öllum útsvarsstofni. Frá árinu 2001 til 2006 uxu álagðar útsvarstekjur um 58,5%.

Árið 2006 nam álagt útsvar 87,3 ma.kr. króna. Auk þess nýttust 4,6 ma.kr. af persónuafslætti framteljenda til greiðslu útsvars og því námu heildarútsvarstekjur sveitarfélaga af útsvari 91,9 ma.kr. króna árið 2006.

Fjölgun þeirra sem greiddu útsvar á þessu tímabili nam 12,6% en þeir voru nær 245 þúsund á síðasta ári. Útsvar á hvern gjaldanda hafði þannig vaxið um 40,7% á þessum fimm árum.

Verðlag í landinu hækkaði um 22,7% á tímabilinu og því var vöxtur hins álagða útsvars 14,7% að raungildi á hvern gjaldanda en 29% í heild. Yfir helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaganna er laun og því er fróðlegt að sjá hvernig útsvarstekjurnar nýtast til að greiða þau.

Niðurstaðan úr þeim útreikningi er að sveitarfélögin gátu keypt 11,6% meira vinnumagn fyrir útsvarstekjur ársins 2006 en þau gátu 5 árum fyrr. Er þá miðað við launavísitölu opinberra starfsmanna sem hefur hækkað nokkuð meira en hin almenna launavísitala.

Breyting á útsvari 2001-2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum