Hoppa yfir valmynd
4. júní 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Hreyfingar á milli launahópa

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 31. maí 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Mælingar Hagstofu Evrópusambandsins á launadreifingu 31 ríkis í Evrópu á grundvelli alþjóðlegra viðurkenndra mæliaðferða benda til að jöfnuður í dreifingu tekna einstaklinga sé meiri á Íslandi en í flestum hinna ríkjanna.

Árið 2004, mældist svokallaður Gini-stuðull á Ísland 0,25, sem var fjórði minnsti ójöfnuðurinn, en aðeins þrjú ríki voru með meiri launajöfnuð það ár, þ.e. Slóvenía, Danmörk og Svíþjóð. Í öðrum sambærilegum mælingum var Ísland í 2. eða 3. sæti.

Það er einnig áhugavert að skoða hvernig hreyfingar einstaklinga á milli tekjuhópa þróast yfir tíma. Í síðustu útgáfu Þjóðarbúskaparins er að finna í viðauka umfjöllun um tekjuteygni skatta. Í viðaukanum er tafla sem sýnir færslu einstaklinga á milli tekjutíunda, annars vegar á milli áranna 2004 og 2005, og hins vegar yfir fimm ára tímabil, milli áranna 2000 og 2005. Taflan hér að neðan sýnir hreyfingar einstaklinga á milli tekjutíunda frá 2000 til 2005.

Hreyfing milli launatíunda milli áranna 2000 og 2005 (%)

Launatíundir 2005 á x-ás (–)
Launatíundir 2000 á y-ás (|)

1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Smt.
1
21,8
23,1
14,1
10,3
9,1
7,4
5,8
4,1
2,7
1,5
100
2
11,2
24,5
20,7
12,0
9,7
7,9
5,5
4,0
3,0
1,5
100
3
9,2
12,7
24,9
19,1
11,5
8,7
5,9
4,0
2,7
1,3
100
4
6,9
8,7
14,1
29,0
15,5
10,0
6,8
4,5
2,8
1,7
100
5
3,8
6,3
9,6
16,8
25,9
16,4
9,9
5,9
3,7
1,7
100
6
2,7
4,3
6,7
9,2
16,0
23,7
18,2
10,3
6,0
2,9
100
7
1,8
3,2
4,3
5,4
8,8
16,2
25,6
20,4
10,2
4,1
100
8
1,3
1,8
2,6
3,3
5,4
8,5
17,9
29,3
22,1
7,7
100
9
0,8
1,3
1,6
1,9
3,2
5,0
8,2
19,0
36,3
22,6
100
10
0,9
1,0
1,3
1,1
2,1
3,0
4,2
6,5
17,5
62,5
100

Á lóðrétta ásnum má lesa dreifingu launafólks í tíundir á fyrra tímabilinu og á lárétta ásnum því síðara. Lesa skal úr töflunni þannig að 21,8% þess launafólks sem var í lægsta tekjuhópnum árið 2000 var enn í lægsta tekjuhópnum árið 2005, 23,1% þeirra sem voru í lægsta tekjuhópnum á fyrra árinu voru í næstlægsta hópnum árið 2005, 14,1% voru í þriðja neðsta hópnum og þannig koll af kolli.

Sjá má að miklar færslur eru á milli hópa yfir það fimm ára tímabil sem horft er til hér; langstærstur hluti þeirra tekjulægstu færist að verulegu leyti upp og tekjur þeirra tekjuhæstu lækka hlutfallslega á móti. Þá þróun má eflaust skýra að verulegu leyti með aldurstengingu launatekna, en þekkt er að launatekjur fari hækkandi fram yfir miðjan aldur og lækki svo hratt á síðustu árum starfsævinnar.

Þessar mælingar benda til að meirihluti þeirra sem mælist með lægstu tekjurnar sé ungt fólk sem síðan fótar sig á vinnumarkaði og hækkar í tekjum með aukinni reynslu og þekkingu. Af þessu má því sjá að til viðbótar við mikinn jöfnuð í dreifingu launatekna, eru hreyfingar fólks á milli tekjuhópa verulegar og mikilvægur þáttur í tekjudreifingu á Íslandi.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum