Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 26. apríl 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hagstofa Íslands birti nýverið tölur um þróun ráðstöfunartekna heimilanna frá árinu 1994 til 2005.

Samkvæmt þeim tölum, sem reiknaðar eru í samræmi við alþjóðlega staðla, hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann á Íslandi aukist verulega frá árinu 1994, eða um 56%. Í alþjóðlegum samanburði hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna á Íslandi aukist mun meira en í flestum þeim löndum sem við berum okkur saman við.

Í úrtaki úr gagnagrunni OECD getur einungis Noregur státað af viðlíka aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna og verið hefur á Íslandi frá árinu 1994, en þar hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist um 57%. Þá mælist töluverð fylgni á milli þróunar kaupmáttar ráðstöfunartekna og hagvaxtar. Sé þetta samband skoðað fyrir nokkur OECD-ríki, má sjá að sterk jákvæð fylgni var á milli hagvaxtar landanna og kaupmáttaraukningar ráðstöfunartekna á tímabilinu 1994-2005.

Hagvöxtur og ráðstöfunartekjur 1994-2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum