Hoppa yfir valmynd
27. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Launa- og arðgreiðslur til eigenda einkahlutafélaga

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 22. mars 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn um skattamál einkahlutafélaga og hluthafa þeirra árin 2003–2005 sem lagt var fram á Alþingi skömmu fyrir þinglok koma m.a. fram upplýsingar um laun og arðgreiðslur vegna einstaklinga sem voru í senn launþegar og hluthafar í einkahlutafélögum, byggðar á launamiðum og hlutafjármiðum sem einkahlutafélög hafa skilað til embættis ríkisskattstjóra fyrir árin 2003, 2004 og 2005.

Laun greidd einstaklingum sem jafnframt voru hluthafar námu 9,7 milljörðum króna árið 2003, 19,4 milljörðum árið 2004 og 27,9 milljörðum króna árið 2005. Arðgreiðslur til þessara einstaklinga námu á hinn bóginn 2,7 milljörðum króna árið 2003, 5,3 milljörðum árið 2004 og 9,9 milljörðum króna árið 2005.

Sjá nánar svar fjármálaráðherra.

Laun og argreiðslur til einstaklinga sem eru launþegar og hluthafar í einkahlutafélögum 2003-2005



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum