Hoppa yfir valmynd
12. mars 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruskiptahallinn minnkar í febrúar

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 8. mars 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Vöruskiptahallinn í febrúar var 5,1 milljarðar samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands.

Vöruskiptahallinn á föstu gengi hefur ekki verið minni í einum mánuði síðan í ársbyrjun 2005. Minnkun hallans frá fyrra mánuði má að öllu leyti rekja til meiri útflutnings sem hefur sjaldan verið jafn mikill, en sjávarútvegur og álútflutningur eiga mestan þátt í aukningunni. Álútflutningur hefur verið að aukast jafnt og þétt að undanförnu og var febrúar engin undantekning ef marka má bráðabirgðatölur.

Innflutningur jókst hins vegar nokkuð frá fyrra mánuði og reyndist vera 29 milljarðar í febrúar.Ef bráðabirgðatölurnar reynast réttar hefur tólf mánaða breyting á staðvirtum þriggja mánaða innflutningi án skipa og flugvéla aukist um rúmt prósent. Í innflutningi mátti einkum merkja talsverða aukningu í innflutningi hrá- og rekstarvöru. Hins vegar virðist sú aukning að mestu koma til af mjög mikilli aukningu í innflutningi á aðföngum til álframleiðslu en innflutningur á þeim var nær enginn í janúar sem verður að teljast óvenjulegt en hafa ber í huga að um er að ræða bráðabirgðatölur sem geta breyst við nánari skoðun.

Innflutningur á fjárfestingarvörum virðist hafa aukist lítillega en innflutningur á bifreiðum var svipaður og í janúar.

Eldsneytisinnflutningur dróst talsvert saman milli mánaða og virðist það sama eiga við um neysluvörur, einkum hálf-varanlegar neysluvörur á borð við skó og fatnað.


Staðvirtur vöruinnflutningur janúar 2003 - febrúar 2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum