Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útgjöld félagsmálaráðuneytis árin 1998-2007 vegna vinnumála

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 8. febrúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á árinu 1998 námu útgjöld félagsmálaráðuneytis vegna vinnumála 3.067 m.kr. á verðlagi þess árs.

Í fjárlögum árið 2007 eru sömu útgjöld 12.229 m.kr. Það er tæplega 300% hækkun frá árinu 1998 eða árleg meðalhækkun sem nemur 16,6%. Á sama tíma er reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um tæp 48% eða 4,4% á ári að meðaltali. Vísitala samneyslu, en það er vísitala sem mælir verðhækkanir á opinberri þjónustu, hækkar hins vegar um 69% á sama tímabili skv. spá um árið 2007, eða 6% á ári að meðaltali. Þróun útgjalda félagsmálaráðuneytis vegna vinnumála er sýnd á myndinni samkvæmt reikningi á verðlagi hvers árs fyrir árin 1998 til 2005.

Útgjöld eru miðuð við fjárlög og fjáraukalög 2006 og fjárlög ársins 2007. Mikil aukning útgjalda á árinu 2001 skýrist af því að greiðsla fæðingarorlofs hófst í upphafi þess árs og útgreiðslur sjóðsins voru ekki komnar í jafnvægi fyrr en á árunum 2003 til 2004. Þá hafa verið nokkrar sveiflur í greiðslum atvinnuleysisbóta á tímabilinu.

Útgjöld félagasmálaráðuneytisins árin 1998-2007 vegna vinnumála




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum