Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2007 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Stefna mörkuð um árangursríkan ríkisrekstur

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 25. janúar 2007 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Ríkisstjórnin hefur að tillögu fjármálaráðherra samþykkt stefnu um árangursríkan ríkisrekstur.

Stefnan lýsir heildarsýn á umbætur í ríkisrekstri undir kjörorðunum skilvirk þjónusta á einfaldan og hagkvæman hátt. Sett eru fram fimm meginmarkmið umbóta í ríkisrekstri sem lúta bæði að innri starfsemi ríkisins og að samskiptum þess við einstaklinga og fyrirtæki.

Rekstur ríkisins skiptir atvinnulíf og borgara miklu máli og þróun hans mun því hafa áhrif á samkeppnishæfni Íslands á næstu árum. Kröfur til ríkisins fara vaxandi, bæði hvað varðar bætta þjónustu og vandaða málsmeðferð, en jafnframt um hagkvæmari rekstur og skilvirkni. Þetta kallar á aukinn sveigjanleika við tilhögun ríkisrekstrar. Leita þarf nýrra leiða til að bæta reksturinn og jafnframt kanna möguleika á að fela öðrum aðilum að sinna tilteknum verkefnum ríkisins. Umgjörð ríkisrekstrar þarf því að vera skýr og einföld.

Markmiðin fimm sem sett eru fram í stefnu um árangsríkan ríkisrekstur snúa að skipulagi ríkisrekstrar, stjórnháttum hjá ríkinu, fjármálastjórn ríkisins, starfsmannastjórnun hjá ríkinu og samskiptum ríkisins og einkamarkaðar. Markmiðunum er síðan skipt niður í undirmarkmið og áhersluatriði.

Gert er ráð fyrir að unnið verði nánar að ýmsum úrbótaverkefnum á grunni stefnu um árangursríkan ríkisrekstur.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum