Hoppa yfir valmynd
8. desember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Heimagreiðslur til foreldra

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 7. desember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Nokkur sveitarfélög hafa hrundið í framkvæmd áformum sínum um greiðslu styrkja til foreldra eða forráðamanna barns til að annast barnið heima.

Tilgangurinn með greiðslum þessum er að styðja við foreldra sem leggja áherslu á að vera með börnum sínum eftir að fæðingarorlofi lýkur.

Algengt er að greitt sé fyrir börn frá lokum fæðingarorlofs og til tveggja ára aldurs eða þar til leikskólavistun hefst. Í ljósi þessarar þróunar hefur fjármálaráðherra lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um tekjuskatt, þar sem lagt er til að styrkir þessir verði undanþegnir skattskyldu. Undanþágunni er ætlað að taka til greiðslna frá því er fæðingarorlofi lýkur og allt til þess er leikskólavistun eða grunnskólanám hefst.

Þar sem niðurgreiðslur sveitarfélaga á leikskólagjöldum og daggæslugjöldum í heimahúsum eru ekki skattskyldar hjá foreldrum eða forráðamönnum barnanna þykir rétt með tilliti til jafnræðis að eins sé farið með þessa styrki.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum