Hoppa yfir valmynd
5. desember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rekstrarútgjöld Landspítala-háskólasjúkrahúss

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 30. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Á árinu 1998 námu samanlögð rekstrarútgjöld sjúkrahúsanna í Reykjavík, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala 14.722 m.kr. á verðlagi þess árs.

Eins og kunnugt er voru sjúkrahúsin sameinuð á árinu 2000. Gert er ráð fyrir að útgjöld hins sameinaða sjúkrahúss, Landspítala-háskólasjúkrahúss, verði 30.614 m.kr. samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2007. Það er um 108% hækkun frá árinu 1998 eða árleg meðalhækkun sem nemur um 8,5%.

Á sama tíma er áætlað að vísitala neysluverðs hækki um tæp 47% eða um 4,4% á ári að meðaltali. Verðvísitala samneyslu, en það er vísitala sem mælir verðhækkanir á opinberri þjónustu, hefur hins vegar hækkað um 68% eða tæp 6% á ári að meðaltali. Þróun rekstrarútgjalda sjúkrahússins samkvæmt reikningi er sýnd á verðlagi hvers árs fyrir árin 1998 til 2005. Fyrir árið 2006 eru útgjöld miðuð við fjárlög og þær tillögur í fjáraukalögum sem samþykktar hafa verið. Vegna ársins 2007 er miðað við útgjöld samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2007 að viðbættum tillögum sem hafa verið samþykktar.

Rekstrarútgjöld Landspítala-háskólasjúkrahúss árin 1998-2007



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum