Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vöruinnflutningur í október

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 9. nóvember 2006 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu nam vöruinnflutningur í október 26,8 ma.kr. sem er rúmum þremur milljörðum minna en í september.

Tólf mánaða breyting á innflutningi, miðað við þriggja mánaða staðvirt meðaltal sýnir því lækkun upp á 2,5%. Ef innflutningstölur eru skoðaðar nánar sést að minni innflutning milli mánaða má að nær öllu leyti rekja til minni eldsneytisinnflutnings en sá liður er afar sveiflukenndur.

Innflutningur á matvælum eykst nokkuð. Innflutningur á hrá-, rekstrar- og fjárfestingarvörum eykst líka en er þó langt frá þeim hæðum sem hann náði yfir sumarmánuðina. Innflutningur bifreiða er á svipuðu róli og verið hefur en innflutningur á flutningstækjum til atvinnurekstrar heldur áfram að dragast saman. Innflutningur á varanlegum neysluvörum minnkar nokkuð milli mánaða.

Staðvirtur vöruinnflutningur janúar 2003 - október 2006



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum