Hoppa yfir valmynd
14. ágúst 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innflutningur í júlí 2006

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Hagstofan birti bráðabirgðatölur yfir vöruskipti júlímánaðar í síðustu viku. Þar kom fram að vöruskiptahalli var um 18 milljarðar og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Minni útflutningur átti mestan hlut að máli en innflutningur reyndist enn vera nokkuð mikill.

Vöruinnflutningur að raunvirði janúar 2003 - júli 2006

Ef innflutningshliðin er skoðuð nánar sést að innflutningur á fjárfestingar-, hrá- og rekstrarvörum heldur áfram af fullum þunga. Hins vegar var mikill samdráttur í bílainnflutningi milli mánaða og hefur innflutningur á bílum ekki verið jafn lítill síðan á vetrarmánuðum 2004-2005, ef marka má bráðabirgðatölur. Einnig dróst innflutningur á hálf-varanlegum neysluvörum og fatnaði talsvert saman milli mánaða, nokkuð umfram það sem má vænta í júlímánuði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum