Hoppa yfir valmynd
13. júní 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Innflutningur í maí

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Vöruinnflutningur í maí var 35,7 milljarða króna virði ef marka má bráðabirgðatölur um innheimtu virðisaukaskatts. Tólf mánaða aukning staðvirts innflutnings án skipa og flugvéla var 23,2%.

Ef horft er á hreyfingar milli mánaða má sjá að helstu drifkraftar innflutnings eru sem fyrr innfluttar hrá- og rekstrarvörur ásamt fjárfestingarvörum en aukninguna í þeim flokkum má að mestu rekja til stóriðjuframkvæmda. Innflutningur á eldsneyti er einnig stór þáttur en hafa ber í huga að sá liður er afar sveiflukenndur milli mánaða og var lítið flutt inn af eldsneyti í apríl. Innflutningur á neysluvörum eykst nokkuð milli mánaða, þá einkum hálf-varanlegum neysluvörum (heimilistæki,
gasgrill o.fl.)

Vöruinnflutningur að raunvirði janúar 2003 til mars 2006

Hins vegar virðist vera að hægja nokkuð á innflutningi bifreiða. Innflutningur á bílum var kröftugur í upphafi árs og sérstaklega í mars en minnkaði aftur á móti í apríl. Í maí jókst innflutningur á bílum nánast ekkert milli mánaða sem er heldur óvenjulegt þar sem bílainnflutningur er jafnan mikill í upphafi sumars og nær oftast hámarki í júní á ári hverju.

Tölur um nýskráningar á bílum í maí gefa ekki til kynna að bílakaup almennings hafi aukist frá sama tíma í fyrra (miðað við þriggja mánaða meðaltal). Líklegt er að gengislækkun krónunnar útskýri þróunina. Í mars tók gengi krónunnar að síga nokkuð hratt. Þar sem innflutningur í þeim mánuði er afgreiddur á tollgengi fyrri mánaðar hafa innflytjendur og neytendur gripið gæsina áður en tollgengið hækkaði og aukið innflutning bíla þann mánuð en að sama skapi ekki aukið hann í apríl og maí eins og venja er.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum