Hoppa yfir valmynd
4. maí 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ný skýrsla um fjármálastöðugleika á Íslandi

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Financial Stability in IcelandÚt er komin ný skýrsla um fjármálastöðugleika á Íslandi eftir Frederic S. Mishkin og Tryggva Þór Herbertsson þar sem tekið er undir margt af því sem fjármálaráðuneytið hefur látið frá sér fara um ástand íslenskra efnahagsmála um þessar mundir.

Bent er á að undirstöður íslensks efnahagslífs eru traustar; hagkerfið er sveigjanlegt, lífeyrissjóðakerfi landsmanna sjálfbært og staða ríkisfjármála einstaklega góð. Aukinn viðskiptahalli og erlend skuldasöfnun eru ekki merki um erfiðleika heldur afleiðing lántöku til arðbærra fjárfestingarverkefna.

Það að íslensk heimili nýta sér sterkt gengi krónunnar og flytja inn varanlegar neysluvörur og draga síðan úr slíkum innflutningi þegar krónan veikist er talið merki um hagsýni þeirra.

Einnig er bent á að þrátt fyrir öran vöxt lántakna íslenskra banka erlendis hafi lánveitingar og eignir þeirra erlendis einnig vaxið hratt. Þar sem áhættumat bankanna er gott og þeir ekki viðkvæmir fyrir sveiflum á gengi krónunnar er hröð aðlögun á gengi krónunnar ekki talin ógn við fjármálastöðugleikann. Þar sem reglur og eftirlitsstofnanir fjármálamarkaðarins eru jafnframt skilvirkar telja skýrsluhöfundar fráleitt að bera stöðu mála á Íslandi í dag saman við það ástand sem ríkti í löndum Asíu áður en fjármálakreppa skall á þar fyrir tæpum áratug.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum