Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2006 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Eru gildandi reglur um framkvæmd fjárlaga fullnægjandi?

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Með útgáfu reglugerðar um framkvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjárreiðum stofnana í A-hluta, sem fyrst tók gildi frá og með árinu 2001 og var endurútgefin í árslok 2004 sem reglugerð nr. 1061/2004, var stigið stórt skref í átt að heildstæðu regluverki um nær alla þætti í framkvæmd fjárlaga.

Reglugerðin var sett með vísan til laga um fjárreiður ríkisins, en 4. kafli þeirra laga fjallar um framkvæmd fjárlaga. Aðrar reglugerðir sem byggjast á sömu lögum og fjalla um framkvæmd fjárlaga eru: Reglugerð nr. 262/1999, um rekstrarsamninga til lengri tíma en eins árs og reglur nr. 83/2000, um láns- og reikningsviðskipti stofnana.

Fjármálaráðuneytið hefur einnig gefið út handbók um efnið þar sem verkaskipting, verkferlar, áætlanagerð og einstakir þættir reglugerðar um framkvæmd fjárlaga eru skýrðir nánar.

Samkvæmt reglugerð um framkvæmd fjárlaga er hlutverk fjármálaráðuneytisins m.a. að gera ríkisstjórn og Alþingi grein fyrir afkomu stofnana ársfjórðungslega. Samhliða því er óskað upplýsinga frá ráðuneytunum um nauðsynlegar aðgerðir vegna tiltekinna fjárlagaliða. Því verður að telja að gildandi reglur séu fullnægjandi. Eru ekki uppi sérstök áform um að breyta reglugerð um framkvæmd fjárlaga, heldur er lögð áhersla á að fylgja eftir núverandi reglugerðum bæði gagnvart ráðuneytum og stofnunum.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum