Hoppa yfir valmynd
20. desember 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Frjáls og sérstök skráning vegna leigu eða sölu á fasteign

Frétt úr Vefriti fjármálaráðuneytisins – þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Gerð hefur verið breyting á reglugerð nr. 577/1989, um frjálsa og sérstaka skráningu vegna leigu eða sölu á fasteign, með síðari breytingum (reglugerð nr. 1056/2005).

Frjáls skráning vegna útleigu húsnæðis miðar að því að virðisaukaskattur af rekstrarkostnaði húsnæðis hafi ekki áhrif á val virðissaukaskattskylds aðila á því hvort hann tekur húsnæði á leigu fyrir starfsemi sína eða rekur eigið húsnæði fyrir starfsemina. Frjáls skráning getur ekki tekið til útleigu á íbúðarhúsnæði.

Framangreind reglugerðarbreyting varðar skilyrði frjálsrar skráningar. Gerð hefur verið krafa um það að leigusamningi um viðkomandi eign væri þinglýst og vottorði þar um skilað með umsókn um frjálsa skráningu. Þetta skilyrði hefur verið nokkuð gagnrýnt þar sem að í leigusamningum geti komið fram ýmsar upplýsingar sem leigusalar og leigutakar vilji ekki að hver sem er geti komist í. Það geti varðað miklum viðskiptahagsmunum að þessar upplýsingar séu ekki opinberar.

Með reglugerðarbreytingu þeirri sem hér um ræðir er komið til móts við þessa gagnrýni. Er nú gert að skilyrði að yfirlýsingu leigutaka um samþykki hans fyrir frálsri skráningu sé þinglýst í stað skilyrðis um að leigusamningi sé þinglýst. Eftir sem áður þarf að skila inn leigusamningi með umsókn um frjálsa skráningu til skattstjóra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum