Hoppa yfir valmynd
28. september 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fræðslufundir fjármálaráðuneytis og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna

Fyrsti hluti fræðslufunda fjármálaráðuneytis og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna verður haldinn á Hótel Nordica þann 17. október.

Í október verða haldnir fræðslufundir fjármálaráðuneytis og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna 17. og 31. október á Hótel Nordica og 19. október á Hótel KEA á Akureyri í samræmi við síðustu kjarasamninga.

Rétt er að benda á að fyrsti hluti fræðslunnar er ekki takmarkaður við aðalfulltrúa í samstarfsnefndum heldur er fræðslan opin öðrum fulltrúum sem sæti eiga í samstarfsnefndum og eftir atvikum einnig trúnaðarmönnum á viðkomandi stofnun.

Fjarfundabúnaður
Á fundinum 31. október á Hótel Nordica verður fjarfundabúnaður og boðið upp á fjarfundi á eftirtöldum stöðum:

Aðgangur er þátttakendum að kostnaðarlausu en ferðakostnaður vegna fulltrúa þeirra stofnana sem þurfa að sækja fundina langt að verða stofnanir að greiða sjálfar.

Hvað varðar ferðakostnað fulltrúa stéttarfélaga þá munu félögin tilkynna sínum fulltrúum um tilhögun hans.

Dagskrá allra fundanna er sú sama en þeir eru þrír vegna þess fjölda sem áætlað er að sæki þá. Framhald fræðslunnar verður kynnt nánar á fundunum.

Dagskrá fræðslufundarins

  • 13:00 – 13:10 Setning; Halldóra Friðjónsdóttir BHM
  • 13:10 – 13:50 Ákvæði kjarasamninga um stofnanasamninga og væntingar samningsaðila; Guðmundur H. Guðmundsson fjármálaráðuneyti og Elna Katrín Jónsdóttir KÍ
  • 13:50 – 14:20 Hlutverk og verkefni samstarfsnefnda – réttindi og skyldur fulltrúa í nefndunum; Gunnar Björnsson fjármálaráðuneyti
  • 14:20 – 14:50 Stofnanasamningar – tækifæri og ógnanir fyrir starfsmenn og stofnanir; Björn Karlsson Brunamálastofnun og Arna Jakobína Björnsdóttir BSRB
  • 14:50 – 15:20 Kaffihlé
  • 15:20 – 15:40 Tengsl stefnumótunar og árangursstjórnunar við launa- og starfsmannamál; Halldór Jónsson Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
  • 15:40 – 16:00 Fjárhagsleg áhrif stofnanasamninga; Ásgeir M. Kristinsson Vegagerð og Fjárhagsáætlanir stofnana; Jón Magnússon fjármálaráðuneyti
  • 16:00 – 16:30 Næstu skref. Kynning á síðari hluta fræðslunnar; Sigurður H. Helgason framkvæmdastjóri og Halldóra Friðjónsdóttir BHM
  • Samantekt, fundarslit

Fundarstjóri er Halldóra Friðjónsdóttir BHM.

Skráning fer fram hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í síma 525-4444 og einnig býður Endurmenntun upp á rafræna skráningu



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum