Hoppa yfir valmynd
3. desember 1998 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Dagskrá málþings um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar

Málþing um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar


Þann 3. desember næstkomandi verður haldið á vegum Íslandsdeildar Norræna stjórnsýslusambandsins (NAF-ÍS) og fjármálaráðuneytisins málþing um stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar. Þingið er ætlað stjórnendum opinberra stofnana og öðrum er áhuga hafa á viðfangsefninu. Markmið þingsins er að fjalla um nýja stjórnunarhætti opinberra stofnana og ræða áhrif þeirra á rekstur og skipulag.

Málþingið verður haldið í Háskólabíói. Dagskráin hefst kl. 13.00 og stendur yfir til kl. 16:40. Þátttaka tilkynnist með tölvupósti til: [email protected] eða í síma 560-9340 fyrir 2. desember. Þátttökugjald er tvö þúsund krónur.

Dagskráin er sem hér segir:

13:00-13:10 Setning málþingsins Geir H. Haarde, fjármálaráðherra
13:10-13:40 Siðaskipti við stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar? Ómar H. Kristmundsson, formaður NAF-ÍS
13:40-14:10 Þáttur vinnustaðamenningar í árangri fyrirtækja og stofnana Halla Tómasdóttir, starfsmannastjóri Íslenska útvarpsfélagsins
14:10-14:40 Er þjónustuvilji allt sem þarf? Svafa Grönfeldt, lektor
14:40-15:00 Kaffihlé
15:00-15:30 Stjórnendur á krossgötum Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu
15:30-16:00 Eru stjórnendur ríkisins í stakk búnir til að takast á við breytt starfsumhverfi og aukna ábyrgð? Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri, fjármálaráðuneytinu
16:00-16:40 Umræður og samantekt fundarstjóra

Fundarstjóri verður Sigurður Líndal, prófessor.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum