Markviss nýting upplýsingatækni

3.5.2017

Fjármála- og efnahagsráðherra tók í gær þátt í sérstökum umræðum um upplýsingatæknimál ríkisins á Alþingi. Upplýsingatækni er mikilvægt verkfæri til að auka skilvirkni og hagræðingu í opinberri stjórnsýslu á sama tíma og gagnsæi eykst og almenningur fær betri þjónustu.

Til að ná fram ávinningi af notkun upplýsingatækni er mikilvægt að tryggja samhæfða stefnumótun, heildstætt skipulag og samvirkni upplýsingakerfa. Áformuð eru ýmis verkefni til að auka nýtingu upplýsingatækni og bæta aðgengi að opinberri þjónustu með öruggum hætti, meðal annars að:

  • Skilgreina landsarkitektúr upplýsingakerfa.
  • Tryggja samvirkni upplýsingakerfa þannig að notendur þurfi ekki að veita sömu upplýsingar oftar en einu sinni til opinberra stjórnsýslustofnana.
  • Auka samrekstur upplýsingakerfa t.d. með samnýtingu stofnana á vélbúnaði og tölvuskýjum.
  • Einfalda og staðla tölvu- og hugbúnað sem notaður er til að veita þjónustu.
  • Auka möguleika á sjálfsafgreiðslu almennings í samskiptum við stofnanir.
  • Auka sjálfvirkni í fjármálaumsýslu ríkisins, m.a. með notkun gervigreindar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um þau atriði sem m.a. voru rædd á Alþingi í gær.


Til baka Senda grein