Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Rýmkun undanþágu frá útgáfu lýsinga

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 836/2013 um almenn útboð verðbréfa að verðmæti jafnvirðis 100.000 evra til 5.000.000 evra í íslenskum krónum.

Inntak breytingarinnar er það að ekki verður lengur gerð krafa um útgáfu lýsingar vegna almenns útboðs verðbréfa að lægri fjárhæð en 2.500.000 evra, en hingað til hafa fjárhæðarmörkin miðast við 100.000 evrur.   

Breytingin er framkvæmd til að auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að fjármagna sig í gegnum markaðinn án of mikils kostnaðar og er hún í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum