Hoppa yfir valmynd
22. júní 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Launamunur kynjanna meðal ríkisstarfsmanna ekki aukist milli ára

Þróun kynbundins launamunar ríkisstarfsmanna í aðildarfélögum BHM - mynd

Óleiðréttur kynbundinn launamunur félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu var óbreyttur milli áranna 2014 og 2015, eða 8,5%, að því er rauntölur úr launakerfi ríkisins sýna.

Rauntölurnar eru aðrar en niðurstöður nýrrar könnunar BHM, þar sem tæp 40% félagsmanna tóku þátt, en þar kom fram að óleiðréttur launamunur ríkisstarfsmanna hafi farið úr 14% í 16% milli áranna 2014 og 2015.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir ársfjórðunglega upplýsingar úr launakerfi ríkisins um meðallaun starfsmanna ríkisins greint eftir heildarsamtökum opinberra starfsmanna, stéttarfélögum og kyni. Þar má sjá hvernig launamunur kynjanna hefur þróast. Þess ber að geta að þar hefur ekki verið leiðrétt fyrir áhrifaþáttum eins og starfsaldri, menntun og ábyrgð.

Þróun kynbundins launamunar ríkisstarfsmanna í aðildarfélögum BHM 

Þróun kynbundins launamunar ríkisstarfsmanna í aðildarfélögum BHM

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum