Hoppa yfir valmynd
26. maí 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Aukin hagræðing og sveigjanleiki með notkun skýjalausna hjá ríkinu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur látið gera skýrslu um helstu eiginleika og útfærslur skýjalausna, með það að markmiði að ná fram hagræðingu og auknum sveigjanleika í rekstri tengdum upplýsingatækni ríkisins. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu tegundum skýjalausna og algengri þjónustu, fjallað um ávinning og áskoranir og lagt mat á það lagaumhverfi sem hefur bein áhrif á tækifæri hins opinbera til að hagnýta skýjalausnir. Jafnframt er þar að finna drög að viðmiðunarreglum fyrir notkun skýjalausna hjá ríkinu.

Undanfarið hefur orðið mikil þróun á þeirri tækni sem hefur verið nefnd skýjaþjónusta (e. Cloud Computing). Tækifæri til hagræðingar og til að auka sveigjanleika í rekstri hafa verið helstu drifkraftar í útbreiðslu á þessari högun upplýsingatækni en áhyggjur af öryggi gagna hafa verið á meðal helstu hindrana. Umræða um notkun opinberra aðila á skýjalausnum beinist einkum að því hvort æskilegt sé að stofnanir visti gögn erlendis og hvort það sé yfir höfuð heimilt.

Ráðuneytið óskar eftir skriflegum umsögnum um drögin að viðmiðunarreglum fyrir notkun skýjalausna hjá ríkisstofnunum og skal senda þær í tölvupósti á netfangið [email protected] fyrir 20. júní n.k. Í framhaldi gefur ráðuneytið út viðmið fyrir ríkisstofnanir við notkun skýjalausna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum