Hoppa yfir valmynd
13. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Áhrif bættra mælikvarða velferðar á stefnumótun: OECD - bein útsending

rni Benediktsson í pallborði á fundi OECD í Mexíkó
Bjarni Benediktsson í pallborði á fundi OECD í Mexíkó.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tekur í dag þátt í pallborðsumræðum á heimsfundi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í Guadalajara í Mexíkó undir yfirskriftinni Transforming policy and behaviour to improve lives: it's already happening.Pallborðsumræðurnar eru hluti umfjöllunar OECD um áhrif bættra mælikvarða á velferð á stefnumótun stjórnvalda. 

Umræðurnar hefjast klukkan 16 að íslenskum tíma og fylgjast má með í beinni útsendingu. (smella þarf á "video" í valmynd).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum