Hoppa yfir valmynd
1. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Lokaskýrsla nefndar um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands 

Nefnd sérfræðinga um heildarendurskoðun laga um Seðlabanka Íslands, sem skipuð var í fyrra, hefur skilað lokaskýrslu sinni til fjármála- og efnahagsráðherra. 

Störfum nefndarinnar lýkur með skilum skýrslunnar, en nefndinni var falið að skila fjármála- og efnahagsráðherra frumvarpi til nýrra laga um Seðlabanka Íslands. Jafnframt átti nefndin að gaumgæfa þróun á starfsemi annarra seðlabanka og löggjöf á sviði peningamála og efnahagsstjórnunar með það að markmiði að treysta trúverðugleika og sjálfstæði bankans og traust á íslenskum efnahagsmálum. Ennfremur var nefndinni falið að skoða hvort ástæða sé til breytinga á skipulagi fjármálamarkaðar og Fjármálaeftirlitsins í því skyni að efla samstarf og skýra verkaskiptingu milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans.

Í nefndinni sátu dr. Þráinn Eggertsson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, formaður, og dr. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík. 

Meðfylgjandi er skilabréf nefndarinnar, frumvarpstillögur og lög um Seðlabanka Íslands með innfærðum breytingatillögum nefndarinnar. Skýrsla og tillögur nefndarinnar verða til skoðunar í ráðuneytinu. 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum