Hoppa yfir valmynd
5. ágúst 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 400 milljónir Bandaríkjadala

Ríkissjóður hefur leyst til sín eigin skuldabréf að nafnvirði 400 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 4.875% 06/16/16” (ISIN USX3446PDH48/US451029AD49). Þann 27. júlí bauðst ríkissjóður til að kaupa eigin skuldabréf sem gefin voru út árið 2011 og voru á gjalddaga í júní 2016. Stóð útboðið til 4. ágúst. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 1.000 milljónum Bandaríkjadala. Á fyrsta fjórðungi þessa árs keypti ríkissjóður tæplega 10% af útgáfunni og nema eftirstöðvar skuldar ríkissjóðs í ofangreindum skuldabréfum nú um 503 milljónum Bandaríkjadala eða um 68 ma.kr.  Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar gefur Esther Finnbogadóttir, fjármála- og efnahagsráðuneyti í síma 545-9200.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum