Hoppa yfir valmynd
30. júní 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Moody's hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs  í Baa2 úr Baa3. 

Moody‘s tilkynnti þetta í gær. Horfur verða áfram stöðugar.

Ákvörðunin byggist á þremur meginþáttum að því er fram kemur í tilkynningu Moody´s.  Vísað er til vandlega undirbúinna aðgerða sem kynntar hafa verið vegna losunar fjármagnshafta, væntinga um bætta skuldastöðu ríkissjóðs á næstu þremur til fjórum árum og bættrar umgjarðar þjóðhags- og eindarvarúðarreglna sem miða að því að varðveita fjármálastöðugleika til framtíðar. 

Moody's hefur einnig hækkað landseinkunnina fyrir erlendar skuldir til langs tíma og skamms tíma og innstæður í Baa2/P-2 úr Baa3/P-3 og landseinkunnina fyrir skuldir og innstæður í innlendri mynt í Baa1 úr Baa2. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum