Hoppa yfir valmynd
20. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar, undir forystu Peter Dohlman, tengist sjöttu eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.

Sendinefndin fundaði með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum, Seðlabanka Íslands, aðilum á vinnumarkaði og fulltrúum einkageirans. 

Yfirlýsing sendinefndarinnar vegna heimsóknarinnar var kynnt á fundi með blaða- og fréttamönnum  í morgun. 

Yfirlýsing sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (á ensku)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum