Hoppa yfir valmynd
11. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Opinber útboð á sameiginlegan vef

Nýr vefur um útboð á vegum hins opinbera hefur verið opnaður en markmið hans er að auðvelda aðgengi að upplýsingum um fyrirhuguð innkaup á vegum opinberra aðila með því að birta á einum stað auglýsingar um opinber útboð.

Á nýja vefnum, utbodsvefur.is, birtast auglýsingar og tilkynningar um fyrirhuguð innkaup opinberra aðila sem falla undir lög og reglugerðir um opinber innkaup. Undir það flokkast innkaup ríkis, sveitarfélaga og veitufyrirtækja þegar fjárhæðir innkaupa eru yfir innlendum og erlendum útboðsmörkum.  

Á útboðsvefnum geta opinberir aðilar einnig auglýst innkaup undir viðmiðunarmörkum til að tryggja gegnsæi. Vefurinn greiðir fyrir rafrænum innkaupum.

Eftirtaldir  eru ásamt fjármála- og efnahagsráðuneytinu  í samstarf um hinn nýja útboðsvettvang: 

  • Ríkiseignir
  • Framkvæmdasýsla ríkisins
  • Landsnet
  • Orkuveita Reykjavíkur 
  • Reykjavíkurborg
  • Ríkiskaup
  • Vegagerðin

Vefurinn er opinn öllum kaupendum sem falla undir regluverk um opinber innkaup og standa vonir til þess að þeim sem nýta auglýsingavefinn fjölgi á næstunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum