Hoppa yfir valmynd
8. maí 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ríkisskattstjóri stofnun ársins

Ríkisskattstjóri tekur við viðurkenningu vegna vals á stofnun ársins 2015
Ríkisskattstjóri tekur við viðurkenningu vegna vals á stofnun ársins 2015

Embætti ríkisskattstjóra bar sigur úr býtum í vali á stofnun ársins 2015 en niðurstöður voru kynntar í gær. SFR- Stéttarfélag í almannaþjónustu stendur að könnuninni sem nú fór fram í tíunda sinn í samstarfi við Gallup og fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Ríkisskattstjóri hefur áður verið tilnefndur sem stofnun ársins og varð í öðru sæti í könnun SFR í fyrra.

Í könnuninni eru valdar stofnanir og fyrirtæki ársins. Tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og byggðist val á  stofnun ársins á svörum tæplega 12.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum.

Við val á stofnun ársins er stofnunum skipt í þrjá stærðarflokka – stórar stofnanir með 50 starfsmenn og fleiri, stofnanir með 20-49 starfsmenn og stofnanir með færri en 20 starfsmenn.

Ríkisskattsjóri var sigurvegari í flokki stórra stofnanana. Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum