Hoppa yfir valmynd
9. apríl 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Yfirlit yfir verkfallsaðgerðir aðildarfélaga BHM

Meðfylgjandi er listi þar sem finna má yfirlit yfir verkfallsaðgerðir stéttarfélaga innan BHM. Athugið að verkfall nær til starfsmanna/starfa viðkomandi stéttarfélaga sem ekki eru undanþeginn verkfallsrétti með lögum eða eru á undanþágulista skv. auglýsingu nr. 70/2015 um skrá yfir þau störf hjá stofnunum ríkisins sem eru undanþegin verkfallsheimild og var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. janúar 2015.

Athugið að aðgerðirnar beinast ýmist að ríkinu í heild, eða einstökum ríkisstofnunum. Ef verkfall tekur einungis til einstakra stofnana, þá er það tekið fram í listanum.

Verkföll sem hefjast 7. apríl

  • Félag geislafræðinga (FG) ótímabundið verkfall frá kl. 00:00 þann 7. apríl.
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Landspítala ótímabundið frá kl. 00:00 þann 7. apríl.
  • Félag lífeindafræðinga (FL) ótímabundið verkfall þann 7. apríl frá kl. 08:00 - 12:00 alla virka daga.
  • Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Landspítala Háskólasjúkrahúsi ótímabundið frá kl. 00:00 – 24:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefst kl. 00:00 þann 7. apríl.
  • Stéttarfélag lögfræðinga (SL) hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ótímabundið frá kl. 00:00 þann 7. apríl.

Almenn verkföll eru þann 9. apríl frá kl. 12:00 – 16:00 hjá eftirtöldum félögum, nema hjá Starfsmannafélagi Sinfóníunnar sem verður frá kl. 19:00-23:00. Eftirtalin félög fara í verkfall á þessum tíma ásamt þeim félögum sem fara í verkfall 7., 9. og 20. apríl.

  • Dýralæknafélag Íslands (DÍ).
  • Félag geislafræðinga (FG).
  • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), þ.e. félagsmenn FHSS sem hafa verkfallsrétt og starfa utan ráðuneyta.
  • Félag íslenskra félagsvísindamanna (FÍF).
  • Félag íslenskra hljómlistarmanna (Starfsmannafélag Sinfóníunnar) 9.apríl frá kl. 19:00-23:00.
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).
  • Félag lífeindafræðinga (FL).
  • Félag sjúkraþjálfara (FS)
  • Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ).
  • Fræðagarður (FRG).
  • Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ).
  • Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ).
  • Sálfræðingafélag Íslands (SÍ).
  • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga (SBU).
  • Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN).
  • Stéttarfélag lögfræðinga (SL).
  • Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ).

Verkföll sem hefjast 9. apríl

  • Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ) á Sjúkrahúsinu á Akureyri ótímabundið fá kl. 00:00 – 24:00 alla mánudaga og fimmtudaga og hefst kl. 00:00 þann 9. apríl.

Verkföll sem hefjast 20. apríl

  • Dýralæknafélag Íslands (DÍ) ótímabundið verkfall frá kl. 00:00 þann 20. apríl.
  • Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hjá Fjársýslu ríkisins tímabundið frá kl. 00:00 þann 20. apríl til 24:00 þann 8. maí.
  • Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) á Matvælastofnun ótímabundið frá kl. 00:00 þann 20. apríl.
  • Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN) á Matvælastofnun ótímabundið frá kl. 00:00 þann 20. apríl.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum