Trúnaðaryfirlýsingar vegna vinnu að losun fjármagnshafta

11.3.2015

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur borist fyrirspurn um hvernig sé háttað trúnaði vegna vinnu að losun fjármagnshafta.

Sérfræðingar innan og utan fjármála- og efnahagsráðuneytis sem taka þátt í vinnu vegna losunar fjármagnshafta, eru bundnir af innherjareglum ráðuneytisins, en reglurnar voru staðfestar 16. janúar 2015. Sérfræðingar í haftahópi hafa auk þess undirritað sérstaka trúnaðaryfirlýsingu og þingmenn í samráðsnefnd þingflokka um afnám fjármagnshafta hafa ritað undir þagnarheit. Reglurnar og yfirlýsingarnar eru meðfylgjandi.

Til baka Senda grein