Hoppa yfir valmynd
30. desember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greinargerð um verðbólgu undir fráviksmörkum

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag greinargerð Seðlabanka Íslands til ríkisstjórnarinnar um verðbólgu undir fráviksmörkum.

Greinargerðin er send í samræmi við sameiginlega yfirlýsingu ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands frá 27. mars 2001. Þar er kveðið á um að mælist verðbólga undir 1% eða yfir 4% skuli Seðlabanki Íslands senda ríkisstjórninni sérstaka greinargerð.

Samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands, sem birt var 19. desember sl. var tólf mánaða verðbólga miðað við vísitölu neysluverðs 0,8% í desember.

Í greinargerð Seðlabankans segir m.a. að skýringin á verðbólgunni snúi helst að lækkun á innflutningsverði vegna alþjóðlegrar þróunar, og stöðugu gengi krónunnar. Þá sé stutt síðan verðbólguvæntingar mældust í samræmi við verðbólgumarkmiðið og því hafi ekki mikið reynt á kjölfestu þeirra við markmið.

Síðast en ekki síst, þurfi að horfa til þess óróleika sem gæti á vinnumarkaði og sem gæti leitt til þess að verðbólga ykist hratt á ný óháð þróun erlendrar  verðbólgu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum