Hoppa yfir valmynd
28. október 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fundur norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi

Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi. Mynd: Magnus Fröderberg/Norden.org
Frá fundi norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi. Mynd: Magnus Fröderberg/Norden.org

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði í dag árlegum fundi norrænna fjármálaráðherra sem fram fór í Stokkhólmi, en Ísland fer á þessu ári með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni.

Á fundi ráðherranna var sjónum beint sérstaklega að nauðsyn þess að auka skilvirkni í opinbera geiranum, ekki síst með því að efla samkeppni. Þannig megi bæta þjónustuna og auka gæði hennar, sem gagnist almenningi og samfélaginu í heild.

Þá var á fundinum rætt um samstarf Norðurlanda vegna upplýsingaskiptaskiptasamninga við lágskattaríki, auk þess sem fjallað var um stöðu efnahagsmála almennt.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum