Hoppa yfir valmynd
30. júní 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra

Í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001, hefur fjármála- og efnahagsráðherra skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Nefndina skipa Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Ólöf Nordal lögfræðingur, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Stefán Eiríksson lögfræðingur, sem skipaður er án tilnefningar og er hann jafnframt formaður hennar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum