Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Mikilvægt að huga að öryggi rafrænna auðkenna

Í ljósi umræðu um netöryggi undanfarna daga vegna veilunnar Heartbleed, vekur fjármála- og efnahagsráðuneytið athygli á mikilvægi öryggis rafrænna auðkenna.

Rafræn skilríki veita hæsta öryggi sem í boði er á Íslandi, en það er meðal annars fólgið í því að að notendanöfn og lykilorð eru hvergi geymd miðlægt.

Í nýlegri skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins ADMON (PDF 1 MB)  um mat á öryggi rafrænna auðkenna eru rafræn skilríki öruggasta almenna rafræna auðkenningin sem í boði er hér á landi.

Fullgild rafræn skilríki eru gefin út undir Íslandsrót sem er í eigu ríkisins. Eru þjónustuveitendur hvattir til þess að vera meðvitaðir um upplýsingaöryggi og með hvaða hætti þeir telja viðunandi að varðveita og veita rafrænan aðgang að persónutengjanlegum gögnum.

Um sex ár eru síðan almenn útgáfa á rafrænum skilríkjum hófst og tæp 90% Íslendinga 15 ára og eldri geta nýtt sér þau. Nýlega var farið að gefa skilríkin út í farsíma og fjölmargir þjónustveitendur hafa sýnt þessari lausn aukinn áhuga.

Öryggisveilan Heartbleed, sem tilkynnt var um á dögunum er alvarleg og snertir alla sem nota netið. Veiluna geta óprúttnir aðilar notað til þess að komast yfir lykilorð fólks og fá þannig aðgang að persónuupplýsingum. Fólk er hvatt til þess að kynna sér hvort veilan hafi verið hjá þjónustuaðilum sem það sendir persónuleg gögn. Hafi veilan verið í kerfinu er fólk hvatt til að skipta um lykilorð þegar búið er að laga veiluna.

Nánari upplýsingar um rafræn skilríki:

Persónuskilríki komin í símann, skilríki.is

 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum