Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útreikningar dæma vegna lækkunar höfuðstóls húsnæðislána

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gert útreikninga sem sýna fimm dæmi um möguleg áhrif aðgerða stjórnvalda til lækkunar á höfuðstóli húsnæðislána á dæmigerð heimili.

Fyrirvari: Heildarumfang leiðréttingar liggur fyrir að afstöðnu umsóknarferli. Útreikningum er aðeins ætla að gefa vísbendingar um líkleg áhrif. Þá ber að hafa í huga að frumvarpið er ekki orðið að lögum og getur tekið breytingum í meðförum Alþingis sem geta haft áhrif á niðurstöður.

Forsendur: Um er að ræða verðtryggt jafngreiðslulán með föstum 4,5% vöxtum. Forsendur um verðbólgu eru 3,5% á ári og 288 gjalddagar (24 ár) eru eftir af lánum. Fjárhæð þegar fenginnar beinnar niðurfærslu er breytileg eftir eftirstöðvum og endurspeglar hún meðaltöl niðurfærslu eftir eftirstöðvum lána samkvæmt gögnum fjármála- og efnahagsráðuneytis. Gert er ráð fyrir að heimili nýti sér séreignarsparnaðarleið til fulls, þ.e. 1,5 milljón á þremur árum. Breytingar ráðstöfunartekna endurspegla breytingar þegar bein niðurfærsla og séreignarsparnaðarleið hafa verið nýttar til fulls. Búið er að reikna til frádráttar fyrri úrræði sem heimili hafa notið.

Hjón Eftirstöðvar íbúðaláns frá árinu 2008 Lækkun höfuðstóls vegna leiðréttingar að teknu tilliti til frádráttarliða Heildarlækkun láns vegna leiðréttingar Breyting á ráðstöfunartekjum á ári vegna lægri greiðslubyrði
A 13.000.000 1.100.000 2.600.000 252.000
B 16.000.000 1.200.000 2.700.000 288.000
C 20.000.000 1.500.000 3.000.000 312.000
D 25.000.000 1.700.000 3.200.000 336.000
E 30.000.000 1.900.000 3.400.000 360.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum