Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta

Deildir innan Tryggingarsjóðs innstæðueigenda eru sjálfstæðar og bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hverrar annarrar, en þetta áréttar fjármála- og efnahagsráðuneytið í ljósi umræðu undanfarna daga.

Tryggingarsjóður innstæðueigenda starfar samkvæmt lögum nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun  og starfar í þremur sjálfstæðum deildum, þ.e. tveimur innstæðudeildum og einni verðbréfadeild.

Í kjölfar endurreisnar bankakerfisins var komið á fót nýrri innstæðudeild innan sjóðsins sem tryggir innstæður í eigu almennings í endurreistu bankakerfi. Einnig voru gerðar breytingar á lögunum þar sem sjálfstæði deilda sjóðsins var ítrekað og skýrt tekið fram að deildirnar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hverrar annarrar.

Lög um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta

 

 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum