Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vefur Fjársýslunnar aðgengilegastur

Vefur Fjársýslu ríkisins
Vefur Fjársýslu ríkisins

Nýr vefur Fjársýslu ríkisins var valinn aðgengilegasti vefurinn á Íslensku vefverðlununum 31.janúar sl.


Verðlaunin eru haldin árlega á vegum Samtaka vefiðnaðarins og eru, að því er fram kemur á vef þeirra, einskonar uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi. Þau eru haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða.


Fjársýsla ríkisins opnaði nýjan vef sinn í nóvember 2013. Vefurinn hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna, annars vegar fyrir besta opinbera vefinn og hins vegar fyrir aðgengilegasta vefinn, þar sem vefur Fjársýslunnar bar sigur úr býtum.


Í umsögn dómnefndar vegna verðlauna fyrir aðgengilegasta vefinn segir eftirfarandi:


Valið á aðgengilegasta vefnum var ansi strembið, en vefurinn sem sigurinn hlýtur aðlagar sig að ólíkum skjástærðum notenda og veitir einstaklingum með fötlun jafnan aðgang og jöfn tækifæri til þess að vafra um vefinn og leita sér upplýsinga. Vefurinn er einfaldur, vel uppsettur og notast við staðlaðar og hefðbundnar aðferðir í framsetningu og miðlun upplýsinga, sem hæfir viðfangsefni og upplýsingum vefsins.

Á vef Fjársýslunnar segir að verðlaunin séu mikill heiður, enda ekki langt um liðið frá því að nýr vefur fór í loftið í góðu samstarfi við Hugsmiðjuna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum