Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Útsvarshlutfall sveitarfélaga

Leyfilegt hámarksútsvar sveitarfélaga á árinu 2014 hækkar úr 14,48% í 14,52% á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga. Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur tekið saman lista yfir útsvarshlutfall sveitarfélaga.

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga geta sveitarfélögin ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 58 á hámarksútsvar, 5 sveitarfélög halda útsvarinu óbreyttu í 14,48% og tvö sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar. Þrjú sveitarfélög lækka útsvarið.

Listi yfir útsvarshlutfall sveitarfélaga

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum