Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Reglugerð um lykilupplýsingar til fjárfesta tekur gildi 1. febrúar 2014

Vakin er athygli á því að í dag 6. nóvember var birt í Stjórnartíðindum reglugerð sem gildir um svokallaðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta í verðbréfasjóðum.

Reglugerð nr. 983/2013 er til innleiðingar á reglugerð framkvæmdastjórnar ESB nr. 583/2010 að því er varðar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta og skilyrði sem skulu uppfyllt þegar lykilupplýsingar fyrir fjárfesta eða lýsing er lögð fram á varanlegum miðli öðrum en  pappír eða á vefsetri.


Reglugerðin er sett með stoð í lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Vakin er sérstök athygli á því að reglugerðin tekur ekki gildi fyrr en 1. febrúar 2014, en frá þeim tíma skal útbúa sérstakt lykilupplýsingaskjal fyrir verðbréfasjóði, ætlað fjárfestum, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum