Hoppa yfir valmynd
30. september 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvö verkefni í úrslit Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri

EPSa nýsköpunarverðlaunin í opinberum rekstri
EPSa nýsköpunarverðlaunin í opinberum rekstri

Tvö íslensk nýsköpunarverkefni eru komin í úrslit Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna í opinberum rekstri (EPSA).  Þetta eru SignWiki sem þróað hefur verið af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Samfélagsmiðlar lögreglunnar sem þróað var af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er keppt í þremur flokkum.  SignWiki keppir í flokki sem kallast Evrópu/ríkjaflokkur en Samfélagsmiðlar lögreglunnar í héraðs/svæðisbundnum flokki.  Samtals eru 15 verkefni komin í úrslit, fimm í hverjum flokki.

Í ár voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna frá 26 ríkjum og stofnunum ESB.  Flestar tilnefningarnar komu frá Spáni (46) og Póllandi (36) en fimm komu frá Íslandi.  Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskar stofnanir taka þátt.  47 verkefni hafa þegar fengið sérstakar viðurkenningar sem framúrskarandi verkefni (Best practice), þar af þrjú frá Íslandi, SignWiki, Samfélagsmiðlar lögreglunnar og LibroDigital sem þróað var af Hljóðbókasafni Íslands. 

Úrslitin verða kynnt við sérstaka athöfn í Maastricht í lok nóvember.

Nánari upplýsingar um Evrópsku nýsköpunarverðlaunin.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum