Hoppa yfir valmynd
27. september 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nyskopunarverdlaun_2013
Nyskopunarverdlaun_2013

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða haldin í þriðja sinn 24. janúar nk. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.

Tvö verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem átta önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar.  Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Nýsköpun í opinberum rekstri er mjög þýðingarmikil, vegna umfangs ríkis og sveitarfélaga og þeirra verkefna sem unnin eru í almannaþágu. Við núverandi efnahagsaðstæður er aukin þörf fyrir nýsköpun á sem flestum sviðum, m.a. til að auka framleiðni í opinbera geiranum. Það felur í sér nýjar lausnir eða verulegar endurbætur á eldri lausnum sem beinast að vörum, þjónustu, tækni, aðferðum, skipulagi, gildum, verklagi og verkferlum.

Óskað er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna sem veitt verða í janúar 2014.  Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: [email protected]. Skilafrestur tilnefninga er til 8. nóvember 2013.

Verkefnin og frekari upplýsingar um nýsköpun í opinberum rekstri má nálgast á vefsíðunni http://www.nyskopunarvefur.is/.   Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um verðlaunin og skil á verkefnum.

Auglýsing vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum