Hoppa yfir valmynd
25. september 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

10.000 króna peningaseðill í umferð

Bjarni Benediktsson með sýniseintak af nýja seðlinum
Bjarni Benediktsson með sýniseintak af nýja seðlinum

Nýr 10.000 króna seðill verður settur í umferð af Seðlabanka Íslands hinn 24. október næstkomandi. Seðillinn er gefinn út á grundvelli laga nr. 22/1968, um gjaldmiðil Íslands.

 Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings.


Nánari upplýsingar um seðilinn má finna á vef Seðlabanka Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum