Hoppa yfir valmynd
20. september 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Nefnd um athugun á stjórnsýslu skattamála

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að gera athugun á stjórnsýslu skattamála á Íslandi.

Nefndinni er falið að skoða þær réttarheimildir sem í gildi eru um stofnanir skattkerfisins. Henni er sérstaklega falið að leggja mat á hvort gildandi réttur skapar hættu á tvíverknaði, óhagkvæmni, misjöfnum niðurstöðum í sams konar málum og óþarflega löngum málsmeðferðartíma. Nefndinni er hvorki ætlað að fjalla um einstaka skatta né tekjuöflun ríkisins að öðru leyti.

Vinna nefndarinnar er fyrsti áfangi í athugun á stofnanakerfi skattamála þar sem kortlögð verður starfsemi stofnana þess með tilliti til réttaröryggis, skilvirkni og  jafnræðis, auk  samstarfs og tengsla stofnana skattkerfisins við fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Formaður nefndarinnar er Ragnhildur Helgadóttir prófsessor. Aðrir nefndarmenn eru Garðar G. Gíslason hdl. og Guðrún Þorleifsdóttir lögfræðingur. Starfsmaður nefndarinnar er Rakel Jensdóttir lögfræðingur.

Nefndinni er falið að skila áfangaskýrslu með greiningu og ábendingum um þau atriði, sem þarfnast nánari skoðunar, eigi síðar en 1. desember 2013.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum