Hoppa yfir valmynd
22. ágúst 2013 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Starfshópur um skattívilnanir vegna kaupa á hlutabréfum í litlum fyrirtækjum í vexti

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að meta efnahagslegar forsendur fyrir ríkisstyrkjakerfi sem veitir einstaklingum sem kaupa hlutabréf í litlum fyrirtækjum í vexti skattafslátt og grundvallast á leiðbeinandi reglum Eftirlitsstofnunar EFTA um málefnið.

Hópnum er sérstaklega falið að kynna sér sambærileg skattívilnunarkerfi í helstu samkeppnisríkjum og leggja mat á það hvort tilefni er til þess að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um slíkt kerfi. Starfshópurinn skilar niðurstöðum sínum eigi síðar en 31. október nk.

Guðrún Þorleifsdóttir, lögfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneyti er formaður hópsins. Auk hennar sitja í hópnum þau Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins og Jón Ásgeir Tryggvason, viðskiptafræðingur, tilnefndur af ríkisskattstjóra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum